google_paly-small
app_strore-small
google_paly-small
app_strore-small

Feb 24, Vef app v2.1.0 komin út! – Mobile App v3.5, NÝJAR einingar!

ÞETTA ER 2Way

2Way er nútímaleg samskiptalausn fyrir stéttarfélög og félagasamtök hönnuð til að stuðla að betri þjónustu við félagsmenn.

Þín lausn
2Way er þitt kerfi frá upphafi, með merki og nafni þíns félags í bak og fyrir. Appið er birtingarmynd kerfisins gagnvart notandanum – þínum félagsmanni. Appið er staðurinn þar sem hann getur sótt alla þjónustu stéttarfélagsins með auðveldum hætti, hvar og hvenær sem er. Veflægt umsjónarkerfi stjórnenda appsins heldur utan um birtingu efnis, móttöku og umsýslu erinda og stjórnun þess.

HJARTA SAMSKIPTA VIÐ FÉLAGSMENN

Kerfið er ekki bara upplýsingaveita félagsins heldur tekur líka móti innsendum erindum, eins og t.d. umsóknum í sjóði og svörum við könnunum. 2Way hentar öllum stærðum og gerðum stéttarfélaga, hvar svo sem þau eru stödd í heiminum.

KLÁR LAUSN

Ertu að nota félagakerfi eða önnur kerfi? Er efni ætlað félagsmönnum pósta á vefsíðu? 2Way getur tengst flestum kerfum sem stéttarfélög nota í dag og efni getur verið beint á vef og app án aukinnar fyrirhafnar. 2Way er til að gera þér lífið auðveldara og bæta nýtingu á þeim kerfum sem fyrir eru.

BEINN ÁVINNINGUR

2Way brúar bilið milli félagsmanns og félags. Félagsmaðurinn upplifir betri aðgang að upplýsingum og þjónustu og félagið hefur betra aðgengi að félagsmanninum. Samskipti auka samheldni!

VIÐSKIPTAVINIR OKKAR

Tækniþróunarsjóður

British Airline Pilots Association

Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna (FÍA)

New Zealand Air Line Pilots’ Association

SLSY (Finnish Cabin Crew Union)

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ)

Flugvirkjafélag Íslands (FVFI)

AIPA (Australian & International Pilots Association)

GERUM LÍFIÐ AÐEINS EINFALDARA

Við erum lítið fyrir það að flækja hlutina.
Stór hluti 2Way lausnarinnar hefur nefnilega verið þróaður í nánu samstarfi við viðskiptavini og er í daglegri notkun hjá þeim. Innleiðing kerfisins er auðveld og fljótleg og það getur tengst fyrirliggjandi kerfum sem félagið reiðir sig á í daglegum rekstri og bætir þar með nýtingu þeirra.

Sérsniðin lausn
að þínum þörfum

Úrval eininga

Kerfið er hægt að sníða að þínum þörfum og innifelur fjöldann allan af einingum sem öllum er stýrt er með veflægu umsjónarkerfi.

Tímalínan

Nýjasta efni appsins birtist á forsíðu appsins – Tímalínunni.

Aðlögun eininga

Þar sem lausnin er “White label”, þá geta viðskiptavinir valið hvaða einingar birtast í þeirra appi – eða fengið okkur til að þróa nýjar.

ERINDREKINN

Innsending erinda einfölduð

Þegar félagsmaður þarf að senda inn erindi til félags er einfalt að gera það með erindrekanum. Erindin eru forsniðin skilaboð sem hægt er rekja í samskiptasögu. Við erindin er hægt að bæta ítarlegri upplýsingum með texta og mynd.

Hvar sem er og hvenær sem er

Gerð erinda eru ekki háð netsambandi, frekar en önnur notkun á appinu. Erindin eru sjálfkrafa vistuð og send þegar samband kemst á við tækið.

Örugg samskipti

Erindi eru send inn með dulkóðun og sendandi fær skilaboð um móttöku, stöðu og úrvinnslu þess. Öll erindi eru móttekin í umsjónarkerfinu skráð fyrir tölfræðilega úrvinnslu.

UMSÓKNIR Í SJÓÐI

Einfaldara verður það ekki

Sérsniðið fyrir umsóknir í hina ýmsu sjóði eins og sjúkra- og endurmenntunarsjóð. Lágmarks innsláttur fyrir félagsmanninn. Einfalt er fyrir félagið að búa til sniðmát sem henta. Öll form fyrir umsóknir á einum stað.

Umsýsla á einum stað

Umsóknir berast í umsjónarkerfið þar sem félagið getur gefið hverri umsókn stöðu og kallað eftir frekari upplýsingum. Hægt að vinna með umsóknir með ýmsu móti og tengja við kerfi sem fyrir eru.

Fylgst með framgangi mála

Félagsmaður getur séð stöðu á sínum umsóknum og átt samskipti innan hverrar sem send hefur verið inn. Eldri umsóknir eru ávallt til staðar svo hægt sé að glöggva sig á hvenær síðast var sótt um.

FRÉTTIR, FRÉTTABRÉF OG AÐRAR UPPLÝSINGAR

Einföld fréttaveita

Fréttir og tilkynningar eru mikilvægur þáttur í samskiptum félaga. Með einföldum hætti er hægt að setja inn efni, Þar sem þú getur birt það sem þú þarft til þeirra sem þurfa að sjá það.

Auðveldara og hagkvæmara

Þegar hlutirnir gerast rafrænt er auðvelt að auka tíðni fréttabirtinga án þess að það kosti meira.

Fréttayfirlit og uppruni frétta

Nýjustu innlegg fréttaveitunnar birtast á forsíðu appsins svo notendur sjái það sem efst er á baugi hverju sinni. Hver frétt ber upprunamerkingu (label) þannig að auðvelt er að sjá hvaðan fréttin berst.

Leitin

Til að notendur geti auðveldlega fundið það sem máli skiptir er hægt að leita í öllu efni appsins og fara beint í það efni sem leitað var að.

FORSVARSMENN FÉLAGS

Hver er hvað í mínu félagi

í þessari einingu er góð yfirýn yfir alla sem vinna fyrir hönd félagsins. Hvort sem eru starfsmenn, stjórn, nefndir eða ráð.

Beint samband

Félagsmaður fær upplýsingar um viðkomandi aðila og getur haft samband beint.

GREINAR, SKJÖL OG FUNDARGERÐIR

Allar fundargerðir og aðrar upplýsingar á einum stað

Auðvelt er að hlaða upp fundargerðum eða öðrum upplýsingum nefnda og ráða sem starfa innan stéttarfélagsins. Félagar hafa því alltaf greiðan aðgang að öllum upplýsingum – með eða án nettengingar.

Eflir samstöðu

Með auknu gagnsæi og aðgengi að upplýsingum verður til meiri hvati fyrir fólk að kynna sér þær. Það heldur þeim upplýstum og eykur samstöðu félaga. Það hefur reynslan sýnt hjá núverandi notendum 2Way lausnarinnar.

Markhópar – sendu á þá sem málið varða

Innan kerfisins er hægt að skilgreina fjöldann allan af hópum, til dæmis eftir vinnustað, stöðu, búsetu eða starfsstétt, og þannig sérsníða birtingu efnis eftir þeim. Þannig birtist þeim einungis efni við kemur þeim og um leið minnkar upplýsingaáreitið.

KANNANIR

Viðhorf eru veruleiki. Að vita hvað þínum félögum liggur á hjarta er mikilvægt til að átta sig á hvernig vindar blása innan þíns félags og hvað þeim finnst máli skipta. Kannanaeiningin er einmitt hönnuð með það í huga – að veita þér svörin þegar þörf krefur.

Eykur umræðu

Kannanir þjóna ekki bara þeim tilgangi að koma fram með svör heldur bjóða upp á að skapa umræður innan hópa og auka samstöðu.

Auðvelt í notkun

Þegar spurningarnar hafa verið mótaðar er auðvelt að klára verkið í umsjónarkerfinu. Kerfið byrjar að taka við svörum um leið og hún er birt í appinu. Mögulegt er að birta niðurstöður könnunar í appinu um leið og henni lýkur eða halda niðurstöðum til hliðar til frekari úrvinnslu.

Hlustaðu og lærðu

Með nákvæmum niðurstöðum góðrar könnunar liggja upplýsingarnar fyrir um hvort kúrsinn sé réttur eða aðlögunar sé þörf.

ÖLL SKJÖL Á EINUM STAÐ

Skjalasafnið er eining sem gerir kleift að hafa öll pdf skjöl á einum stað í appinu, hvort heldur eru kjarasamningar, upplýsingabréf eða leiðbeiningar. Notandi getur leitað að ákveðnu efni í öllu skjalasafninu án þess að fara inn í hvert og eitt skjal. Auðveldara verður það ekki.

Af eða á

Notandinn stjórnar sjálfur hvort pdf skjölum sé hlaðið niður í símann eða hvort þau séu einvörðungu aðgengileg þegar tækið er í sambandi við netið, því pdf skjöl taka pláss í geymsluminni símans.

AÐRAR EININGAR

Félög stjórna því hvaða einingar birtast í appinu og hver ekki – jafnvel hvernig þær birtast. Ef þú hefur sérstakar óskir eða þarfir er alltaf hægt að þróa einingar eftir þínu höfði.

Neyðarviðbrögð

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Þar skiptir aðgengi að réttum og tímabærum upplýsingum miklu. Innan þessarar einingar eru neyðarsímanúmer listuð og forsniðin skilaboð sem hægt er að senda strax. Gátlistar og stöðluð vinnubrögð vegna atvika eru einnig aðgengileg í þessari einingu.

Viðburðir

Allir viðburðir stéttarfélagsins eru birtir í tímaröð. Það hjálpar við að halda notendum upplýstum um hvað er framundan hjá félaginu. Hvort sem það eru fundir, námskeið eða fyrirlestrar. Notandinn getur síðan meldað sig á viðburðinn og þar með gefið félaginu glögga mynd af þátttöku.

Félagatal

Grunnupplýsingar um meðlimi félagsins eru hér að finna. Hvort heldur er innan hvers hóps eða þvert á þá. Félagið getur stillt hvaða upplýsingar eru sýnilegar öðrum. Félagsmaður hefur einnig þann möguleika að hylja upplýsingar um sig – allt í samræmi við persónuverndarsjónarmið.

Prófíll

Notendur geta uppfært sínar eigin upplýsingar innan appsins. Allar uppfærslur rata síðan inn í umsjónarkerfið og áfram inn í félagagrunn félagsins hafi slíkar tengingar verið settar upp.

Áfangastaðir

Upplýsingar um áfangastaði, gististaði, ferðamáta eða aðra þætti getur verið meðal þess sem meðlimir þíns félags gætu haft gagn af að hafa aðgengilegar. Sumar stéttir eru meira á ferðinni en aðrar. Notendur geta veitt endurgjöf á gististaði og þannig gefið góðar upplýsingar til annarra.

Sértækar lausnir og aðlögun að þínum þörfum

Kerfið er einkar sveigjanlegt þegar kemur að því að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina. Tengingar við þau kerfi sem fyrir eru, eins og félagakerfi, er meðal annars sem í boði er. Ef sértækra lausna er þörf þá er alltaf mögulegt að þróa slíkt og bæta við lausnina. Alger óþarfi að þróa annað app vegna þess.

VEFLÆGT STJÓRNKERFI

Öllum einingum appsins er stjórnað í gegnum veflægan bakenda sem hægt er að opna í hvaða vafra sem er. Það er staðurinn þar sem hlutirnir gerast, efni sent í appið og gögn móttekin. .

White-label

2Way er svokölluð ‚white-label‘ lausn sem þýðir að viðskiptavinir hafa sitt eigið lógó og nafn á appinu eins og það birtist notendum. Það gerum við því að það sem skiptir máli er þitt félag – og samheldni félagana.

Hnippingar - "Push notification"

Hnippingar (e. push notifications) er hægt að senda á alla notendur eða skilgreinda hópa þeirra.

Stjórnendur

Hver viðskiptavinur hefur einn aðal-stjórnanda, en hann getur gert ótakmarkaðan fjölda notenda að stjórnendum í kerfinu með skilgreindu aðgengi að einingum og hópum.

Félagaumsjón

2Way kerfið getur fyllilega haldið utan um þitt félagatal, en ef það hentar betur getur kerfið tengst nánast hverju því kerfi sem þú notar nú þegar til að halda utan um meðlimi þíns félags. Allar upplýsingar um félaga haldast uppfærðar milli kerfa, hvar sem þær eru uppfærðar.

Gögn eru gull - úrvinnsla gagna

Öll gögn sem berast frá notendum, hvort sem það eru umsóknir, erindi eða svör úr könnunum eru hýst í umsjónarkerfinu þar sem hægt er að vinna frekar með þau eða flytja út í töflureikna til frekari vinnslu.

Stjórnun hópa

Auðvelt er að skilgreina notendahópa eftir staðsetningu, vinnustað, starfsvettvangi eða í raun eftir hvaða sérstöðu sem er. Með því er hægt að auka nákvæmni upplýsingaflæðis í appinu og miðla efni betur.

TEYMIÐ

gudmundur_70

GUÐMUNDUR ST. SIGURÐSSON

Stofnandi
KJO 2003744369 bw

KJARTAN JONSSON

Viðskiptaþróun
matthias_74

MATTHÍAS GUÐMUNDSSON

Ráðgjafi í tæknimálum
developers_76

HUGBÚNAÐARTEYMI

iOS, Android, PHP, MySql, HTML